Höfundar

©Kristinn Ingvarsson
©Kristinn Ingvarsson

Fuglafár er hugarsmíð vinkvennanna Birgittu Steingrímsdóttur og Heiðdísar Ingu Hilmarsdóttur. Hugmyndin kviknaði þegar við áttuðum okkur á því hve lítið við vissum um fugla þrátt fyrir að þeir séu mjög áberandi í daglegu umhverfi okkar og svo til einu villtu dýrin sem við sjáum hér á Íslandi. Í dag erum við forfallnar fuglaáhugamanneskjur og með Fuglafári viljum við smita þennan áhuga út frá okkur. Í spilinu færð þú að kynnast 30 fuglum sem allir eru algengir hér á landi og einkennandi fyrir íslenska náttúru. Spilið prýða vatnslitamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg sem hefur sérhæft sig í teikningum af íslenskum dýrum. Höfundar sáu um hönnun og uppsetningu með dyggri aðstoð Emmu Theódórsdóttur.