Um spilið

Í þessu bráðskemmtilega spili færð þú tækifæri til að kynnast fuglum Íslands á annan hátt en þú hefur gert hingað til. Þú þarft ekki að vita neitt um fugla til að spila Fuglafár en að öllum líkindum verður þú orðin/n fuglafræðingur áður en þú veist af!

Taktu flugið og spilaðu tvö ólík spil, Gettu hver fuglinn er og Fuglatromp, þar sem reynir á að vera klók/ur og beita herkænsku. Í leiðinni lærir þú að þekkja nöfn, útlit og ýmsar skemmtilegar staðreyndir um fuglana.

Á Íslandi verpa 75 fuglategundir að staðaldri og er 30 þeirra að finna í Fuglafári. Allar eru þær einkennandi fyrir íslenska náttúru.

fuglafar_selection-6-of-7

 

Innihald

Fuglafár inniheldur spilaborð, poka með 60 flipum, spilastokk með 30 spilum og 12 blaðsíðna bækling með leibeiningum og ýmsum fróðleik.

Spilið er fyrir 7 ára og eldri og geta leikmenn verið 2-4. Leiktími er 10-20 mínútur.

 

fuglafar_selection-4-of-7

 

Gettu hver fuglinn er

Markmið Gettu hver fuglinn er er að komast að því hvaða fugl andstæðingurinn er með áður hann kemst að þínum. Hvor leikmaður spyr einnar spurningar í einu og útilokar þá fugla sem ekki passa við lýsinguna á fugli andstæðingsins. Leikmenn skiptast á að spyrja spurninga þar til annar ákveður að giska á fuglinn. Ef þú giskar á réttan fugl, eða andstæðingur þinn giskar á vitlausan fugl, þá vinnur þú!

 

Í þetta spil þarf spilaborð, spilastokk og poka með 60 flipum. Leikmenn geta verið 2-4.

 

fuglafar_selection-3-of-7

 

Fuglatromp

Markmið Fuglatromps er að ná öllum spilunum til sín með því að vera klók/ur og spila upp á þá eiginleika sem fuglinn skorar hátt í. Sá leikmaður sem endar með öll spilin á hendi vinnur leikinn.

 

Í þetta spil þarf spilastokk. Leikmenn geta verið frá 2-4.

fuglafar_selection-5-of-7